28.3.2007 | 08:50
Jamm og jæja
Jæja ætla bara að láta vita að ég var að setja nokkrar nýjar myndir inn aðallega að sýna nýju klippinguna hennar Tinnu en hún lét klippa sig daginn eftir ferminguna hjá sér. Reyndar fer þessi klipping henni afskaplega vel að mínu mati. Annað er svo sem ekki að frétta, fór á Akranes í gær að skoða spítalann þar með skólanum, það var mjög gaman, þetta er virkilega flottur spítali, allt svo snyrtilegt og huggulegt þarna. Annars ekkert nýtt, er svona að rétt að ná endum saman á sjálfri mér eftir ferminguna er reyndar búin að vera vinna alla daga síðan nema í gær en er svo að vinna í kvöld líka þannig að ég er bara búin að vera virkilega þreytt en ætla að reyna fara rífa mig upp úr þessu sleni núna og reyna að fara í labbitúr með hann Lappa minn, a.m.k. eitthvað smá. Gott í bili bæbæbæb.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.