Ferming afstaðin

Jæja þá er fermingunni lokið og gekk hún bara alveg frábærlega vel bæði í kirkjunni og veislan alveg yndisleg, enda var ég með frábært fólk mér til aðstoðar þannig að ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur, allt gekk eins og vel smurð vél.  Stelpan var alveg himinlifandi með daginn og fékk hún fullt af gjöfum, hún fékk nokkur hálsmen, eitt armband, eina eyrnalokka, tvenn skartgripaskrín, sem var bara gott því henni virkilega vantaði svoleiðis, róðurkross til að hengja upp á vegg hjá sér, DVD spilara, ipod nano, stereogræjur, sjónvarp og fullt af peningum þannig að hún var mjög ánægð, reyndar alveg búin úr þreytu eins og allir aðrir eftir daginn.  Svo daginn eftir skellti hún sér í klippingu, fór og lagði peningana sína inn á reikning, eitthvað inn á framtíðarreikning, annað inn á vaxtalínuna og svo fer eitthvað á aðra bók sem hún á, eins gott að vera dugleg að spara peningana sína.  Einnig skrapp hún og keypti sér borð undir sjónvarpið og DVD og er það allt komið upp.  En endilega kíkið á myndirnar og skoðið, kvitta svo í gestabókina mína.  Bæ bæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband