17.3.2007 | 01:22
Nýjar myndir og aðrar upplýsingar
Já jæja ég var að setja inn nýjar myndir af skvísunum mínum svona bara að ganni. Aðrar fréttir eru þær að ég fór í próf í hjúkrun 303 að mig minnir 10 mars og fékk 9,3 í því prófi, gæti ekki verið ánægðari með það. Nú stóri dagurinn hennar Tinnu nálgast óðum en það er núna á sunnudaginn sem að hann er, ég er búin að vera að snúast á fullu í kringum þetta til að redda öllu því sem reddað verður eða þannig og á morgun verður líklega lokahöndin lögð á þetta a.m.k. af því sem ég geri en það er að skreyta allar kökurnar og gera brauðterturnar og svoleiðis, þetta hefur allt kostað umtalsverða peningar en ég meina hún fermist jú bara einu sinni skvísan, viss um að hún verði glæsileg, við fórum í myndatöku 1 mars sem tókst alveg frábærlega og var Lappi hafður með á nokkrum myndum og tókust þær bara æðislega vel alveg furðulega þar sem að Lappi minn vildi helst ekkert vera þarna inni, honum fannst þetta eitthvað skrítinn staður og örugglega skrítin lykt. Nú þegar fermingin er búin þá þarf ég reyndar að huga að því að fara með Lappa til dýralæknis til að láta tannhreinsa hann það er víst kominn tími til. Annars er búið að bjóða mér í svo margar fermingarveislur að maður verður úttroðinn langt fram í miðjan apríl, nú svo á elsti bróðir minn 50 ára afmæli í apríl svo það er nóg að gera í veisluhöldum framundan. Jæja læt gott heita og minni enn og aftur á að endilega kvittið í gestabókina hjá mér. BÆBÆ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.