Loksins

Já loksins er ég búin að fá svar við því hvort að ég fæ salinn á fermingardaginn eða ekki og sem betur fer þá fæ ég að halda honum þetta kvöld, þannig að núna fyrst get ég farið að undirbúa ferminguna af fullum þunga, þetta er búin að vera leiðinlega vika að vita ekki hvernig þetta færi en sem sagt ég fæ að halda salnum og þá fer þetta allt að ganga.  Annað er það að í næstu viku eru Árdagar í skólanum en þá er reyndar skildumæting á eitthver 5 atriði í skólanum og að mínu mati er nú ekki margt spennandi þarna fyrir mig en þó fann ég 5 atriði sem ég ætla að reyna mæta á en það eu 3 atriði fyrsta daginn eða 27 feb. og svo 1 atriði 27 feb. og eitt 29 feb.  Þetta eru einhverjir fyrirlestrar en reyndar ætla ég að taka Tinnu og Fjólu með mér á þriðjudaginn 28 því þá er fræðsla sem heitir hvernig verð ég dýralæknir og það kemur dýralæknir í skólann með þessa fræðslu og þar sem að hún Fjóla hefur alltaf talað um það að henni langi til að verða dýralæknir að þá er kjörið að leyfa henni að koma með á þennan fyrirlestur og svo klst. seinna er svona hekl og prjón sem ég hef gaman af og reyndar Tinna líka svo við ætlum þangað líka, svo er eitthverskonar sjálfsvarnartími sem ég ætla í og skartgripagerð sem er 28 og svo er fyrirlestur 1 mars sem heitir það er blessun að lifa með fötlun eða eitthvað svoleiðis sem ég ætla að hlusta á en reyndar má ég ekkert vera að því að vera í skólanum 1 mars því að þá er myndatakan hjá Tinnu en þessi fyrirlestur er kl. 10 þannig að þetta sleppur.  Jæja læt gott heita. bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband