22.2.2007 | 12:25
Niðurstaða úr próf
Jæja þá er ég búin að fá úr hjúkrunarprófinu sem ég var í um daginn en ég fékk 8,3 úr prófinu og er ég bara sátt við það. Einnig er ég búin að fá boðskortin svo nú er ég tilbúin að senda þau af stað eða þannig, það er eitthvað mikið mál með salinn, þannig er að þeir eru að reyna troða námskeiði í salinn (en þetta er Danshallar salurinn) sama kvöld og ég ætla að vera með veilsuna, ég búin að ræða við þá og það oftar en einu sinni en þeir virðast ekki geta komið því inn í hausinn á sér að ef ég fæ salinn (sem ég á rétt á þar sem ég pantaði hann í maí í fyrra) að þá nenni ég ekki að vera stressa mig í lok dags vegna þess að eitthvað fólk er að koma á námskeið, þeir töluðu um það hvort ekki væri hægt að halda námskeiðið þá kl. 9 um kvöldið í stað 08:30 (vá 1/2 tíma seinkun) en ég er bara ekki tilbúin til þess því ég veit að ég verð alltaf á klukkunni og nýt því mín engan vegin og get ekki slakað á neitt allann daginn, ég vil bara fá salinn og geta gengið frá honum í rólegheitum um kvöldið án þess að eiga það á hættu að eitthvað fólk komi stormandi inn á eitthvað námskeið áður en ég verð búin að ganga frá. Svo nú bíð ég og vona að allt fari nú að ganga hjá mér, þetta er virkilega pirrandi því ég get eiginlega ekki byrjað á fullu með undirbúninginn fyrr en ég fæ endanlegt svar hvernig þetta verður, það er búið að lofa mér að fá svar í kvöld og ég vona bara að það standist. Gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.