17.2.2007 | 20:11
Skyndihjálp lokið
Jæja þá er skyndihjálparnámskeiðinu lokið, var í gær og dag á námskeiði í skyndihjálp og er mikið fegin að því sé lokið, ekki þar fyrir utan að þetta var ágætis námskeið, en að stija í 7 klst. í einu er svolítið mikið þreytandi, þrátt fyrir kaffipásur á 50 mín. fresti og tæpan klst í hádeginu þá var ég orðin svona frekar lúin í dag og var mikið fegin að við fengum að fara rétt fyrir kl 17 en þurftum ekki að vera til kl. 18 eins og til stóð upphafleg. Nú annað er það að ég fór í próf í hjúkrun 203 sl. fimmtudag og gekk ágætlega að ég held, við fáum vonandi prófin til baka í næstu viku og fáum þá að vita hvernig gekk. Nú ég ákvað að kíkja í Danshöllina í gær sem ég betur hefði látið ógert, hef ég ekki komið þangað ja síðan sl. haust en móttökurnar þar voru því líkar að ég held að ég fari ekki þangað á næstunni, þannig var að ég átti gamlan boðsmiða síðan ég hafði einhverntíman verið að hjálpa til á einhverju námskeiði og ákvað að nota hann, en konan sem var frammi að rukka brágst ókvæða við og fór í þvílíka fýla og sagði við mig "þú ætlar þó ekki að reyna sýna mér þetta, þú ætlar ekki að reyna segja mér það að þú hafir borgað þig inn á námskeið nýlega" ég bara hváði og spurði bara hvort að boðsmiði væri ekki boðsmiði en ef þetta kostaði ekki eitthvað vesen gæti ég alveg borgað mig inn en þá varð hún bara verri og skammaðist þvílíkt reif af mér miðann og sagðist alveg geta tekið við þessu, ég neitaði og vildi borga mig inn en hún var bara fúlli og tautaði eitthvað sem ég heyrði ekki og þegar ég hváði við þá sagðist hún ekkert hafa sagt og öll þessi fýla út af engu, meina það er engin tímamörk á þessum boðsmiðum og ég hélt að hann væri í góðu lagi en það var greinilega einhver misskilningur hjá mér, ja ég segi ekki annað en þangað fer ég ekki alveg á næstunni. Nú svo frétti ég það að það er ekki nóg með að þetta lið ætli að vera með ball daginn fyrir fermingu stelpunnar (en ég á salinn pantaðann fyrir fermingarveisluna hennar) þannig að ég fæ salinn ekki fyrr en um morguninn á fermingardeginum heldur skilst mér að það eigi að vera námskeið í salnum um kvöldið á fermingardeginum, núna er ég búin að reyna að fá ákveðin svör við þessu hvort að ég fái salinn eða ekki, eins og ég sagði við formann þessa félags að ég vil ekki henda fólki út eftir 2-3 tíma og riðja salinn í einhverju stress kasti, en hann getur ekki gefið mér ákveðið svar hvernig þetta verður, verður víst að tala við einhvern annan um það hvort að þau geti seinkað námskeiðnu um eina helgi eða eitthvað, svo leyfir hann sér að segja við mig að það hafi verið mistök að leigja mér salinn upphaflega, meina ég pantaði salinn í maí í fyrra og þá var mér sagt að þetta yrði ekkert mál, meina þessu fólki er ekki treystandi fyrir 5 aura er ég búin að komast að, svo nú hangir þetta allt í lausu lofti hvort ég fái salinn eða ekki þennan dag. Meira vesenið, ég ligg bara á bæn að þetta reddist allt saman á einn eða annan veg, því eins og staðan er í dag er vonalaust að fá annan sal, allir salir eru upppantaðir ári fyrir fermingar. Jæja læt gott heita af þessu rausi. Ætla að fara að horfa á eurovision. Bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.