14.2.2007 | 10:31
Fyrsta prófið
Já jæja þá er fyrsta prófið á morgun en það er í hjúkrun 203 eða öldrunarhjúkrun og er ég ekki alveg að nenna lesa fyrir það. En þó er ég búin að lesa bókina einu sinni yfir og svo eigum við að skila verkefni úr þessum kafla á föstudaginn sem ég er búin með og ágætt að hafa það svona fyrir prófið að lesa, hún spyr liggur við úr hverri einustu glæru og þar sem ég hef vandað mig við svörin þá er þetta ágætis prófafyrirlestur eða þannig. Nú annað er svo sem ekki að frétta frá mér, er alltaf í sundi á hverjum morgni og hoppa hjá Báru þrisvar í viku en gengur eitthvað hægt samt, er þó búin að missa eitthvað um 5 kg. en betur má ef duga skal segi ég nú bara. Nú aðeins er ég farin að búa mig undir ferminguna hennar Tinnu, við fórum í klaustrið í Hafnarfirði á mánud. sl. og vorum að panta fermingarkertið og sálmabók, einnig fórum við í Garðheima og keyptum voða flott græn fiðrildi á hornin á veisluborðinu og líka tvö bleik lítil fiðrildi til að hafa fyrir miðju veisluborðinu, einnig fengum við grænan borða á veisluborðið og servíettur grænar, en litirnir í veislunni hjá henni verða grænn og bleikur en sálf verður hún öll í rauðu, rauðum kjól, skóm, hönskum með rauð blóm í hárinu og reyndar hvít líka. Nú ég varð reyndar fyrir nettu áfalli á mánudaginn þar sem ég ætlaði að fara í Völdustein en þá voru þeir bara hættir, ég hef alltaf keypt allt svona dúllustand fyrir fermingarnar hjá þeim en svo komst ég að því að Litir og föndur hér á Smiðjuveginum hafa tekið við einhverju af þeirra dóti og þar á meðal blómunum í hárið svo vonandi reddast þetta allt saman. Nú ég er búin að panta boðskortin í veislun og eru þau í prentun, ættu að vera tilbúin vonandi í þessari viku. Næsta skref er að ath. með gestabók og biðja mágkonu mína að skrautskrifa í hana en hún hefur gert það fyrir mig fyrir hin 3. Nú ég er búin að fá fólk til að sjá um salinn eða að dekka hann upp en Begga mágkona ætlar að taka það að sér, veit að ég get treyst henni 100%, nú Sigrún vinkona ætlar svo að vera í eldhúsinu þann dag og Frikki sér um kaffið. Einnig er ég búin að tala við mömmu og systur mína að baka fyrir mig svo ég get ekki annað en sagt að ég sé í góðum málum hvað þetta varðar allt saman. En núna ætla ég að reyna að lesa fyrir þetta próf sem er í fyrramálið kl. 8:10 bæ bæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.