4.2.2007 | 16:53
Jæja
Jæja þá er ég allt í einu ein í húsinu eða næstum því Kiddi er reyndar heima líka en hann heldur sig alltaf í sinu herbergi svo að því leytinu er ég ein, en stelpurnar fóru með pabba sínum sem gerist einstaka sinnum og svo koma þær aftur heim í kvöld, þannig að nú hef ég smá tíma fyrir mig en þegar þetta gerist þá veit ég aldrei hvað ég á af mér að gera, allt verður eitthvað svo tómlegt hérna, en hvað um það ég finn mér eitthvað að gera, annars er ég búin að vera hálf slöpp í dag, vaknaði með höfuðverk í morgun sem hefur ekki viljað yfirgefa mig og svo var mér óglatt og að endingu kastaði ég upp fór samt út þar sem ég var búin að hringja í Önnu Lísu og lofa henni að fara með henni að versla en hún ætlar að taka Tinnu til sín í viku (a.m.k. til að byrja með) eða frá sunnudag til föstudag og ætlar að reyna herða sultarólina hjá henni og láta skvísuna og sjálfa sig taka sig svolítið á í mataræði og hreyfingu. Tinnu hlakkar mikið til að flytja til systur sinnar, enda mikið fjör á heimili Önnu með kettlingana á staðnum, það eru nú meiri fjörkálfarnir. Nú annað er það að það fór að snjóa hér í gærmorgun og snjóaði bara alveg ótrúlega mikið á einum sólarhring a.m.k. er alvhít jörð en sem betur fer ekki mikil hálka á götunum. Anna Lísa var að passa son vinkonu sinnar í gær og nótt og ákváðum við að skella okkur í sund með kútinn, hann var nú ekkert mjög hress með það í byrjun en svo þegar hann var búinn að finna öryggið í lauginni þá var bara voða gaman hjá honum, vorum við í um klst. í lauginni með hann, fórum bara í innilaug því ekki var nú beint hlýtt úti, ætlunin hjá mér var að ég ætlaði að synda en svo fór nú samt að ég synti bara ekki neitt en það er allt í lagi ég hef synt 5 daga vikunnar og þykir mér það bara vel af sér vikið. Tinna mín talaði við Jörgen um daginn en hann er eigandi læðunnar sem var mamma Grímu okkar sem keyrt var á en okkur skilst á Jörgen að hún sé alveg komin að því að eiga kettlingana sem hún gengur með núna svo við bíðum spenntar eftir að heyra frá honum þegar hún er gotin, ætlunin er að fá kettling frá honum ef hún eignast læðu. Jæja læt gott heita í bili, bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.