Mál til komið

Jæja þá er mál til komið að ég kíki hérna inn og skrifi svolítið, búið að vera mikið að gera í öllu og á öllum sviðum eins og venjulega,Wink lauk í gær  8 daga vaktatörn og er núna komin í 6 daga frí Grinþ.e.a.s. ef ekki verður hringt í mig og ég beðin að mæta á aukavakt, reyndar var hringt í mig í dag en ég komst ekki á vakt í kvöld þar sem ég var með saumaklúbb og eins og venjulega var fullt hús hjá mér því mamma og Anna Lísa mín mæta líka og svo eru Tinna og Fjóla líka að reyna vera meðSmile, var ég með einhverjar kökur og svo voða góðan pastarétt, er mikið að spá í að hafa þennan pastarétt í fermingu Tinnu.  Ég er loksins búin að finna staðinn sem gerði boðskortin fyrir ferminguna hennar Fjólu Haloog ætla ég að drífa mig núna fljótlega eftir mánaðarmótin  þangað með myndir og texta til að láta gera þessi boðskort fyrir ferminguna, nú svo er ýmislegt annað sem þarf að huga að eins og t.d. sálmabókinni, kertinu en mér skilst að henni langi í kerti frá Klaustrinu í Hafnarfirði eins og systkynum hennar, nú svo eru blóm í hárið, hanskar og margt fleira sem þarf að skoða og spá og spekúlera íWhistling.  Nú annað er það að það er búið að vera frekar hlýtt undanfarna daga, liggur við vorveður nema í dag var frekar kalt og smá snjókoma eða slydda á tímabili í dag.  Ég er búin að vera voðalega dugleg við að fara í sund alla daga vikunnar (nema sl. laugardag) og syndi ég alltaf 500 m og finnst mér það bara gottHappy, nú er svo komið að ég er eiginlega orðin háð því að fara á hverjum morgni, verð bara eiginlega að fara í sund, nú svo er ég í leikfimi 3 daga vikunnar og gengur það bara ágætlegaWink, reyndar var ég nú mikið að velta því fyrir mér í fyrsta tímanum hvað ég væri eiginlega að gera sjálfri mér, en það var nú bara vegna þess að þolið var ekkert og ég þreyttist mjög fljótt og mæddistBlush en svo kom þetta smá saman, nú eru tvær vikur búnar og 7 vikur eftir (eða 6 og 1/2) þannig að þetta líður mjög hratt, eitthvað hefur mér gengið að léttast en betur má ef duga skal, ég var og er svo þung, já það er sko þungt í mér pundið skal ég nú bara segjaUndecided.  En þetta sígur smátt og smátt í burtu, a.m.k. tímabundið Smile.  Nú eins og ég hef áður sagt þá datt ég um daginn þegar ég var að bera út með Tinnu, hvað um það daginn eftir var ég frekar slæm í hægri hengd og þó sérstaklega öxlinni en svo leið það hjá, 1/2 mán. seinna versnaði mér all verulega og lagaðist ekki svo ég ákvað að skreppa til Bergs (en hann er hnykkjarinn minn) og vita hvort ég gæti troðið mér að hjá honum sem mér tókst og hnykkti hann á mér bakið og svo hálsinn sem var alveg skelfilega sárCrying, því ég var svo stíf í hálsinum og niður í herðablað, enda sagði Bergur að það væri mjög mikill strengur þarna, nú daginn eftir var ég miklu betri en svo á ég tíma á morgun aftur hjá honum og ég vonast til að hann nái að laga þetta enn betur ég er enn að finna fyrir streng þarna þó miklu minni en var en samt hann er að pirra mig og þó aðallega þegar ég sný höfðinu þá fæ ég höfuðverk hægra megin í höfðinu sem er ekki gott málAngry, svo ég vona bara að Bergur geti lagað þetta betur á morgun.  Ég á Bergi mikið að þakka en það er hann sem lagaði mig þegar ég var orðin það slæm í skrokknum eftir árekstur sem ég lenti í um árið, var alveg hætt að geta prjónað, gat varla hengt upp þvott og fleira sem ég gat ekki orðið, nú svo fór ég að fara til Bergs og eftir nokkur skipti hjá honum var ég miklu betri og hann heldur mér gangandi.  Núna ætla ég bara að fara að hætta þessu og bjóða góða nótt. Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband