13.1.2007 | 18:39
Snjór, snjór og meiri snjór
Já nú er sko snjór hérna, það er búið að snjóa hérna meira og minna sl. 3 daga og allt að fara á kaf í snjó, þetta hefur vitanlega þann kost að það er allt bjartara, þrátt fyrir skammdegið þá birtir yfir öllu þegar það er svona mikill snjór, las það í mogganum að það er mokað á höfuðborgarsvæðinu fyrir 6 millur á dag, svo það er aldeilis moksturinn þar, reyndar mætti alveg moka gangstéttirnar líka, finnst það svolítið ábótavant að það er ekki gert, var nefnilega að bera blaðið (allt svo moggann) út með dóttur minni áðan og það er varla hægt að ganga á gangstéttum vegna skafla eða þæfings, göturnar eru vitanlega mokaðar en oft vill það nú fara svo að skaflarnir lenda þá á gangstéttunum og þá verðum maður að labba á götunni sem er nú ekki vel séð af bílstjórum, en það verður nú bara að vera svo, maður klofar snjó annars upp fyrir hné annars, en annars er virkilega fallegt þegar snjóar svona mikið. Nú flestir eru búnir að taka niður jólin hjá sér en margir ekki og því sjást víða jólaljós úti við enn, sem er bara í fína lagi því það lífgar upp á skammdegið. Nú annað er það að fyrsta vikan í skólanum er búin og er ég búin að vera vinna alla daga vikunnar líka, verð líka að vinna á morgun og hinn, ætla svo að reyna undirbúa eða baka fyrir afmæli Fjólu en hún er að verða 16 ára eftir nokkra daga og ætlar hún að halda upp á það um næstu helgi, einnig þarf ég að finna tíma í næstu viku til að keyra út harðfisk sem Tinna var að selja en það er ein fjáröflunin í utanlandsferð sem hún fer í næsta sumar með skólahljómsveitinni, nú svo er saumaklúbburinn að byrja aftur næsta þriðjudag, skóli alla dagana og vitaskuld er ég að vinna mánudag, miðvikudag, og föstudag, þannig að þetta verður svolítið strembið að finna tíma til að baka eitthvað smávegis fyrir afmælið. En þetta reddast allt saman eins og venjulega. Læt gott heita í bili, bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.