Stella R. Helgadóttir

Ég er fædd á Lansanum um miðja nótt eftir því sem mér er sagt eða var það undir morgun, þann 30 október á því herrans ári 1961.  Ég gekk í Hvassaleitisskóla allan minn grunnskóla, nema síðasta árið var tekið í Ármúlaskóla, Hvassaleiti var ekki nógu stór til að rúma alla árgangana.  Ég lauk stúdentsprófi frá FB árið 1981.  Ég ákvað að skella mér í meira nám vorönn 2006 og kláraði sjúkraliðaprófið núna í maí árið 2008.  Í dag er ég einstæð móðir, á 4 börn og búa 3 þeirra heima enn.  Vinna sem sjúkraliði á gamla Borgarspítalanum og er afskaplega sátt við mitt líf.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband